Eftir Georg Eið Arnarson

Framboð eða ekki framboð?

2.Apríl'22 | 14:43
georg_arnars

Georg Eiður Arnarson.

Í framhaldi af grein minni fyrir viku síðan, þar sem ég fjallaði um vinnu okkar í Eyjum sem erum í Flokki fólksins og möguleika okkar á að bjóða fram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hér í Eyjum, þá má segja að staðan sé eiginlega mjög lík því sem hún var fyrir viku síðan. 

Þ.e.a.s. að við séum svona eiginlega hársbreidd frá því að geta boðið fram, en eftir samtal við fólkið sem hefur unnið að þessu með mér undanfarnar vikur og mánuði, þá er niðurstaðan sú að láta þetta eiga sig núna, þannig að Flokkur fólksins mun ekki bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum hér í Eyjum í vor. 

Mig langar því að nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrir sem komu að málinu, sem og viðbrögð þeirra sem við töluðum við eða höfðum samband við, sem að mestu leiti voru frekar jákvæð, en það þarf aðeins meira heldur en það til þess að gefa kost á sér í þetta og alveg greinilegt að sú neikvæða umræða sem hefur verið hérna að undanförnu,hefur því miður haft þau áhrif að fæla fólk frekar frá því að taka þátt í svona starfi og að því leitinu kannski svolítið dapurlegt, en við vorum m.a. byrjuð að vinna stefnuna þar sem við m.a. vorum langt komin með að útfæra leið til þess að leysa þessi leiðinda mál sem fylgja leiðindum í kring um nefndarstörf þegar ágreiningur er uppi um hin ýmsu mál.

Fyrir hönd okkar í Flokki fólksins, kærar þakkir allir, bæði fyrir stuðninginn og fyrir þá sem voru búnir að skrifa undir sem meðmælendur fyrir framboðinu og sérstakar þakkir til þeirra sem komu að þessu á fyrstu stigum og voru með af heilum hug allan tímann. 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).