Ganga í hús og selja Rauðu fjöðrina

28.Mars'22 | 17:05
DSC_2029

Fulltrúar Lions og Blindrafélagsins afhenta pilti úr 7. bekk fjaðrirnar. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Í dag og á morgun milli kl. 16.00 og 20.00 munu börn úr 7. bekk GRV ganga í hús í Eyjum og selja Rauðu fjöðrina fyrir Lions. 

Rauða fjöðrin er landssöfnun á fjögra ára fresti og nú hefur Lionshreyfingin og Blindrafélagið tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar.   

Samstarf Lions og Blindrafélagsins stendur á gömlum merg enda hefur Lionshreyfingin stutt við blinda og sjónskerta með myndarlegum hætti víðs vegar um heiminn í liðlega 100 ára sögu hreyfingarinnar.   

Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Söfnunin er upphafsátak í þriggja ára verkefni Blindrafélagsins um fjölgun leiðsöguhunda.

Að sögn Sigmars Georgssonar, hjá Lionsklúbb Vestmannaeyja sér Lions um söfnunina og er ætlunin að safna 35 milljónum sem dugar fyrir sjö hundum. „Í dag eru aðeins fimm leiðsöguhundar í eigu Blindrafélagsins og vonandi næst að safna fyrir þessum sjö hundum, enda þörfin mikil.”

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari var á staðnum nú síðdegis þegar krakkarnir úr 7. bekk komu og sóttu fjaðrirnar sem nú eru á leið í sölu til styrktar þessu brýna málefni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).