Georg Eiður Arnarson skrifar:

Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum

27.Mars'22 | 20:55
Georg Eidur Arnarson - 2 saeti Sudurkjordaemi - landscape

Georg Eiður Arnarson

Að gefnu tilefni og til þess að svara nokkrum spurningum.

Já, við í Flokki fólksins í Vestmannaeyjum höfum verið og erum að vinna í því að koma saman framboði hér í Eyjum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hvort þetta tekst hjá okkur get ég ekki svarað alveg á þessari stundu, en við erum ekkert langt frá því.

Við vildum ekki auglýsa eftir fólki heldur frekar hafa samband við fólk, sem við teljum að sé frambærilegt og geti unnið eyjunum mikið gagn í hinum ýmsu málaflokkum. 

Ástæðan fyrir því að við erum að skoða möguleikann á framboði eru einfaldlega áskoranir frá eyjamönnum sjálfum, eða a.m.k. nægilega mörgum þeirra sem vilja sjá stefnumál Flokks fólksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 

Við ætlum að gefa okkur svona ca. viku í viðbót í þetta og taka þá ákvörðun um það hvort við tökum slaginn eða ekki, en það er ákveðin ástæða fyrir því að ég þarf að klára þetta helst í síðasta lagi eftir viku.

Ástæðan fyrir því að tíminn er orðinn svolítið naumur er einfaldlega sú, að fimmtudaginn 31. mars mun ég taka sæti á Alþingi Íslendinga. Verð reyndar í Eyjum næstu helgi en mun svo vera á þingi fyrir Flokk fólksins vikuna 4.-9. apríl. Þetta er að sjálfsögðu spennandi og verður gaman að komast á þann vinnustað þar sem allar stærstu ákvarðanir á Íslandi eru teknar.

Að sjálfsögðu mun ég horfa til þess sem betur mætti fara hér í Eyjum, en einnig nokkuð augljóst að ég muni að öllum líkindum ræða kvótamálin, en það á þá bara eftir að koma í ljós en það er klárlega margt sem mætti betur fara og þó svo að við í Flokki fólksins séum í minnihluta þá tölum við skýrt um okkar málefni og um það efast enginn.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).