Hannes Kristinn Sigurðsson skrifar:

Jafn aðgangur fyrir öll börn

18.Mars'22 | 09:26
hannes_kristinn__s_fb

Hannes Kristinn Sigurðsson

Ég vill skoða möguleikann á að öll börn upp að 8 ára aldri hafi jafnan aðgang af öllum íþróttum með einu sanngjörnu gjaldi!

Hver þekkir ekki að vera búinn að klára frístundarstyrkinn í eina íþrótt og barnið missir áhugan og vill stunda aðra íþrótt ? Eflaust hafa margir foreldrar þurft að neita börnum sínum á þessum forsendum.

Það kostar fyrir félög að halda úti íþróttastarfi með eins miklum metnaði og gert er en væri hægt með samstilltu átaki að gera jafnan aðgang fyrir öll börn með einu gjaldi. Þó með hámarki um tvær til þrjár íþróttir í einu, þetta mun skila sér í sterkari einstaklingum enda hreyfiþroski á yngstu stigum mjög mikilvægur og fjölbreytni greina.

Það getur tekið börn mis langan tíma að finna sig þegar það kemur að íþróttum og hvað hvert barn fótar sig best í hverju sinni.

Það er mjög mikilvægt félagslega og þroskandi fyrir öll börn að hafi jafnan aðgang óháð fjárhag, íþróttir eru jú besta forvörnin og öllum holl.

 

Hannes Kristinn Sigurðsson

Undirritaður bíður sig fram í 4.-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).