Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Bættar samgöngur - fyrir þig

18.Mars'22 | 10:08
Hildur_(33)-skil

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Til að Vestmannaeyjar verði að enn eftirsóknarverðari búsetukosti, til að bæta lífsgæði íbúa og til að efla fjölbreytt atvinnulíf er mikilvægt að samgöngur komist í betra horf. 

Þrátt fyrir að vissulega hafi veður verið slæm eru aðstæður Landeyjahafnar hvergi nærri nógu góðar og flugsamgöngur þarf að bæta.

  • Dýpkun Landeyjahafnar er fyrsta breytan sem einfaldast er að hafa áhrif á, við þurfum sem allra fyrst öflugt dýpkunarskip sem afkastar miklu á stuttum tíma við eins erfiðar aðstæður og mögulegt er en ekki síst þurfum við varanlegri lausn til að tryggja viðunandi dýpi í hafnarmynninu. 

  • Rekstur Herjólfs þarf áfram að vera á hendi heimamanna til þess að við sem notum þjónustuna, getum stýrt henni, bætt hana og þróað eftir þörfum samfélagsins. 

  • Flugsamgöngur hafa verið sögulega slakar á undanförnum árum. Samfélagið þarf flug alla daga, tvisvar á dag, með hentugum tímasetningum til að íbúar sjái flugið sem raunhæfan valkost og til að þjóna atvinnulífi og heilbrigðisþjónustu sem best. 

  • Klára þarf rannsóknir vegna jarðgangna og kostnaðarmeta með hliðsjón af öðrum innviðum sem þarfnast brýnnar uppfærslu á borð við sæstreng og vatnsleiðslu.

 

Það þarf að bæta samgöngur - fyrir þig. 

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).