Rut Haraldsdóttir skrifar:

Áfram hagsýn

17.Mars'22 | 15:08
Rut Haralds. myndin_eyjar

Rut Haraldsdóttir

Þau missa seint marks fræg orð Margrétar Thatcher um skatta. En hún útskýrði svo eftirminnilega á breska þinginu að ekki væri til neitt sem héti í raun „almannafé“, heldur aðeins „fé skattgreiðenda“. 

Þannig vildi hún leiðrétta þann misskilning sumra að hið opinbera hafi milli handa sinna óskilgreint fé sem heimilt væri að eyða að vild. Um er að ræða eigur og laun fólks sem það innir af hendi til samneyslunnar, án þess að hafa um það mikið að segja. Það skiptir því mjög miklu máli að fara vel með eigur fólks.

Hvort sem er verið að reka heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag þá segir það sig sjálft að þær tekjur verða að standa undir útgjöldum. Hallarekstur leiðir af sér aukna skuldabyrgði og í kjölfarið stöðnun. Við hér í Eyjum þekkjum þá tíma þegar að taka þurfti lán og selja frá okkur fasteignir til að fjármagna laun starfsmanna og aðra þjónustu við bæjarbúa. Þangað viljum við ekki fara aftur. Sveitarfélagið sinnir mörgum mikilvægum og lögbundnum hlutverkum og við viljum að fjármunir launafólks skili sér aftur í þjónustu við íbúa og Eyjamenn. Við þurfum því að vera hagsýn og fjárfesta í framtíð sem skilar okkur öllum ávinningi.

Á þeim tíma sem ég starfaði hjá Vestmannaeyjabæ, í meirihlutatíð Sjálfstæðiflokksins, þurfti að fara í mikla endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Um var að ræða viðsnúning frá miklum taprekstri yfir í að vera einn þeirra best reknu bæja á landinu. Ég vil boða aftur þá hagstjórn sem gaf af sér mikla fjárfestingu í innviðum og aukna þjónustu sem tók mið af hagsmunum heildarinnar. Þá hagstjórn sem við höfum öll notið ávinnings af á síðustu árum og eigum að gera áfram. Við þurfum að vera hagsýn þegar kemur að sameiginlegum sjóðum og standa vörð um aukin útgjöld.

Áfram Eyjar!

 

Rut Haraldsdóttir,
óskar eftir 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).