Gular viðvaranir á landinu öllu

16.Mars'22 | 11:10
gul_vidv_allt_landid_160322

Skjáskot/vedur.is

Í dag verður suðvestan 8-15 m/s og éljagangur. Gengur í SA 15-23 og snjókomu eða slyddu seint í nótt. Snýst í suðvestan 13-20 og él í fyrramálið. Hiti um eða undir frostmarki.

Ofangreint segir í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir landið allt. Viðvaranir Veðurstofunnar fyrir Suðurland eru sem hér segir:

Suðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma (Gult ástand)

17 mar. kl. 03:00 – 07:00

Suðaustan 18-25 m/s og snjókoma. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Suðvestan hvassviðri og éljagangur (Gult ástand)

17 mar. kl. 07:00 – 18 mar. kl. 00:00

Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur Búast má við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestanátt 13-20 m/s og él, en þurrt NA-til á landinu. Dregur úr vindi og éljum eftir hádegi, en fer að snjóa eða slydda SA-lands undir kvöld. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:
Suðvestan og vestan 5-13 og dálítil él um vestanvert landið, en snjókoma eða rigning á A-verðu landinu. Styttir víða upp fyrir austan seinnipartinn og birtir til. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Hægur vindur um morguninn, bjart að mestu og frost, einkum inn til landsins. Suðaustan 5-13 seinnipartinn og hlýnar með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla NA-lands.

Allt um veðrið.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...