Talað um vestangöngu

13.Mars'22 | 16:30
DSC_8334

Suðurey VE og Sigurður VE, skip Ísfélagsins á loðnumiðunum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

„Það hafa verið endalausar brælur og reiðileysisdagar til skiptana í marsmánuði þangað til í gær þegar loksins fékkst eitthvað vestur af Snæfellsnesi og einnig hér í Fjallasjónum við Eyjar.”

Þetta segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net í dag.

Að sögn Eyþórs er það sem fæst hér við Eyjar að hluta hryngt. „Loðnan fyrir vestan í gær átti eitthvað eftir í hrygningu og menn töluðu um vestangöngu. Við fáum skipin inn í kvöld til Eyja með góðan afla og verður hann kúttaður í hrognavinnslu.”

Hann segir að Ísfélagið hafi veitt tæplega 90.000 tonn á þessari vertíð og þó nokkuð eftir af kvóta. „Vonandi fáum við einhvern séns eftir bræluna sem er að dembast yfir okkur næstu daga.”

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.