Óvenjuleg loðnuvertíð langt komin

13.Mars'22 | 15:00
DSC_0748

Ljósmyndir/Óskar P. Friðriksson

Stöðugar brælur hafa einkennt loðnuvertíðina og enn eru lægðir á leið upp að landinu. Í morgun voru loðnuskip að veiðum við Vestmannaeyjar. 

Fyrir austan Eyjar voru skipin Polar Amaroq (Gr), Ísleifur VE var inn af Eyjum og vestan við Eyjar voru Suðurey VE, Álsey VE, Beitir NK, Kap VE, Aðalsteinn Jónsson SU, Jóna Edvalds SF, Hoffell SU, Heimaey VE, Jón Kjartansson SU, Fogaberg (Fo), Huginn VE og Sigurður VE.

Þetta er sennilega í þriðja skiptið í vetur sem loðnuflotinn er við Vestmannaeyjar. Ef allt væri eðlilegt ætti flotinn að vera á veiðum í Breiðafirði, miðað við árstíma. Óskar Pétur Friðriksson myndaði nokkur skipana við Eyjar í morgun. Smella má á myndirnar til að opna þær stærri.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.