Hrognavinnsla hafin hjá Vinnslustöðinni

6.Mars'22 | 10:45
hrogn_vsv_is

Vinnsla á loðnuhrognum, verðmætustu afurð loðnunn­ar, hófst í Vinnslustöðinni í gær. Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Hrognavinnsla hófst hjá okkur í gær. En Kap VE landaði fyrsta farminum í hrogn. Síðan er verið að landa úr Huginn þannig að þetta er allt farið að snúast hjá okkur.”

Þetta segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við Eyjar.net í morgun.

„Við erum búin að veiða um 50.000 tonn og það eru um 25.000 tonn eftir. Síðan eigum við eftir að fá væntanlega um 5-6 þúsund tonn af norska kvótanum. Þannig að það er hellingur eftir. En aðalfókusinn núna er að framleiða hrogn og gera sem mest verðmæti úr þeim afla sem kemur í land.” segir hann.

Að sögn Sindra hefur vertíðin gengið nokkuð vel hingað til. „Þótt veiðin hafi ekki verið mjög kröftug alla vertíðina og tíðarfarið eins og það var og er þá stoppaði bræðslan ekkert í upphafi vertíðar og við náðum að frysta það sem við ætluðum. Síðan erum við bara vongóð um að hrognavertíðin verði góð en það mun alfarið ráðast af veðri og veiði.”

Aðspurður um hvort ástandið í Úkraínu setji ekki strik í reikninginn segir Sindri það alveg ljóst að það muni hafa áhrif allsstaðar. „Það er kannski fullsnemmt að segja til um hversu mikil áhrif það muni hafa en ljóst er að Úkraína og Austur Evrópa eru mjög stórir markaðir fyrir allan uppsjávarfisk. En aðalmálið er að þær hörmungar sem nú ganga yfir Úkraínu ljúki sem allra fyrst.”

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).