Gísli sækist eftir þriðja sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins

24.Febrúar'22 | 10:43
gisli_st

Gísli Stefánsson

Gísli Stefánsson tilkynnti á facebook-síðu sinni í morgun að hann bjóði sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri. 

Gísli sat í 10. sæti á lista flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Yfirlýsingu Gísla frá í morgun má lesa í heild sinni hér að neðan.

Síðustu 4 ár hafa verið mér lærdómsrík þegar kemur að þátttöku í pólitík. Ég hef setið sem nefndarmaður í fjölskyldu- og tómstundaráði ásamt því að vera formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja undanfarin tvö ár.

Ég hef fundið meðbyr með skrifum mínum um pólitísk málefni og finn að hugmyndir mínar eiga fullt erindi inn í umræðuna. Ég hef líka verið hvattur til áframhaldandi þátttöku í pólitísku starfi og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

Um leið og ég tilkynni þetta vonast ég til að fleiri gefi kost á sér svo halda megi veglegt prófkjör. Að mínu mati eru fár leiðir áhrífaríkari til að hafa áhrif á samfélagið sitt en að taka þátt í pólitík. Þrefið sem því oft fylgir er ekki alltaf eftirsóknarvert en þegar markmið nást og vel gengur er það gríðarlega gefandi.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.