Tilkynning frá Trausta Hjaltasyni

Næstu skref

23.Febrúar'22 | 09:24
Trausti mynd (1)

Trausti Hjaltason

Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að hann sækist ekki eftir endurkjöri í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

Yfirlýsingu Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:

Síðustu 12 ár hef ég setið í ráðum og nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar, þar af 8 ár sem bæjarfulltrúi. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna að málefnum samfélagsins, kynnast fólki og eignast vini fyrir lífstíð, fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Nú tel ég tímabært að breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Ég mun því ekki gefa kost á mér sem bæjarfulltrúi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Reynslunni ríkari horfi ég bjartur fram á veginn.

Trausti Hjaltason,

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.