Stefna á að halda íbúafund í byrjun mars

21.Febrúar'22 | 11:33
ibuafundur_19_stor_yfir

Stefnt er að íbúafundi fyrstu vikuna í mars nk. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að fulltrúar bæjarráðs mundu rýna í niðurstöður þjónustukönnunar Gallups á næsta fundi.

Umrædd könnun var framkvæmd á tímabilinu 8. nóvember 2021 til 12. janúar 2022. Alls tóku 156 einstaklingar í Vestmannaeyjum þátt, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár.

Stefnt er að íbúafundi fyrstu vikuna í mars nk. Staðan á smitum í samfélaginu er þannig að óskynsamlegt er að halda fundinn fyrr en í mars. Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að bæjarráð þakki kynninguna og hvetur fólk til að mæta á íbúafundinn þegar hann verður haldinn.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.