Lítil þátttaka í prófkjöri

21.Febrúar'22 | 13:25
baejarf_h_lista_2018-22

Bæjarfulltrúar H-listans. Íris Róbertsdóttir, Elís Jónsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Um helgina rann út frestur til að skila inn framboðum til prófkjörs hjá bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey. 

Í síðustu kosningum fékk H-listinn þrjá fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Þau Írisi Róbertsdóttur, Jónu Sigríði Guðmundsdóttur og Elís Jónsson. Einungis tveir einstaklingar gáfu það út opinberlega áður en framboðsfrestur rann út að þeir gæfu kost á sér í prófkjörinu. Það voru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Ólafur Einar Lárusson, formaður kjörnefndar segir í samtali við Eyjar.net að ekki hafi nægjanlega margir boðið sig fram til að hægt verði að halda prófkjör.

Aðspurður um framhaldið segir Ólafur að til standi að hittast í dag, til að meta stöðuna og ákveða um framhaldið. Hann segist ekki reikna með að haldið verði áfram með prófkjörsleiðina.

Ólafur segir að hann hefði gjarnan viljað að það væri meiri áhugi hjá fólki að taka þátt í póltísku starfi. „Það er áhyggjuefni almennt hversu fáir hafa áhuga á að starfa að málefnum bæjarfélagsins. Þetta er jú, sameiginlegt fyrirtæki okkar allra.”

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).