Heilfrysta loðnu á Japansmarkað
19.Febrúar'22 | 10:15Ágætis gangur hefur verið í loðnuveiðum undanfarið og hefur hún verið að veiðast víða suður af landinu.
Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélags Vestmannaeyja hafa veiðarnar gengið ágætlega í grunnnótina. „Reyndar gengur loðnan yfir í nokkuð dreifðu magni sem gerir þetta aðeins tregara.”
Eyþór segir að hjá Ísfélaginu sé búið að veiða um 65.000 tonn á þessari vertíð og nú er verið að heilfrysta loðnu á Japansmarkað. „Það eru nokkrir dagar eftir í því áður en hrognataka hefst um mánaðarmótin.
Nú er bara að vona að stormurinn sem gengur yfir núna gefi okkur einhversstaðar séns í fjörunni að vinna í minni vindi. Það kemur bara í ljós eins og venjulega – þetta fer einhvern veginn.” segir hann.
Líkt og áður segir hafa veiðarnar verið á nokkuð víðfermu svæði undanfarna daga. Eftir hádegi í gær voru Vilhelm Þorsteinsson EA og Sigurður VE að kasta nótum sínum í Stakkabótinni utan við Ræningjatanga. Suðurey VE leitaði líka á svæðinu en hélt að loðnubátunum inn af Elliðaey.
Óskar Pétur Friðriksson smellti nokkrum myndum af skipunum í Stakkabótinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...