Fastur dælubúnaður í Landeyjahöfn enn til skoðunar

15.Febrúar'22 | 18:38
galilei_a_milli_garda

Vegagerðin vinnur áfram að því að kanna möguleika á að koma fyrir föstum dælubúnaði í hafnarmynni Landeyjahafnar. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi í dag fund bæjarfulltrúa með forsvarsfólki Vegagerðarinnar um stöðu Landeyjahafnar, sem var haldinn þann 10. febrúar sl.

Rætt var um dýpkunina, útboð á dýpkun í vor og úttekt á höfninni sem þarf að ljúka sem fyrst. Þá var upplýst um að Vegagerðin vinni áfram að því að kanna möguleika á að koma fyrir föstum dælubúnaði í hafnarmynni Landeyjahafnar. Samkvæmt fulltrúa Vegagerðarinnar hefði sú tegund búnaðar, sem frestað var að setja upp, ekki komið að notum í janúarmánuði, þar sem vindhraði og ölduhæð þurfa að vera mjög hagstæð til að nota búnaðinn. Enginn dagur í janúar uppfyllti hvort tveggja.

Að öflugt dýpkunarskip sinni dýpkuninni

Í niðurstöðu segir að bæjarráð þakki Vegagerðinni fyrir fundinn og lýsir ánægju með að nú verði gerðar auknar kröfur um afköst og tæknilega getu við útboð á dýpkun Landeyjahafnar í vor, líkt og bæjaryfirvöld hafa farið fram á í langan tíma, þ.e. að öflugt dýpkunarskip sinni dýpkuninni. Mikilvægt er að áfram verði gert ráð fyrir að veita vetrarþjónustu á dýpkun, enda var mikil framför þegar dýpkunartímabilum var eytt út árið 2019. Þá lýsir bæjarráð ánægju með að samhliða öflugra dýpkunarskipi verði áfram unnið að frekari lausn varðandi fastan dælubúnað. Mikilvægt er að allra mögulegra leiða sé leitað til að fækka þeim dögum sem Landeyjahöfn er lokuð og bæta þannig samgöngur við Vestmannaeyjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.