„Blátind ber tvímælalaust að varðveita”

- segir í varðveislumati Minjastofnunar

9.Febrúar'22 | 09:17
IMG_1605

Blátindi komið fyrir á Skansinum árið 2018. Ljósmynd/TMS

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var lagt fram mat á varðveislugildi Blátinds VE sem unnið var að undirlagi Minjastofnunar.

Matið er unnið af Helga Mána Sigurðssyni, en hann er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna og sérfræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur.

Í varðveislumati, samantekt og niðurstöðukafla skýrslunnar segir að Blátindur sé friðaður vegna aldurs. Hann er síðasta eintak sinnar tegundar, þ.e. er eini þilfarsvélbáturinn sem eftir er af þeim sem smíðaðir voru í Vestmannaeyjum á 20. öld en þeir voru 78.

Ómetanleg heimild um undirstöðuatvinnuveg Vestmannaeyja

Blátindur tilheyrir þriðju kynslóð fiskibáta á eftir opnum árabátum og opnum vélbátum. Hann telst vera með fremur gamaldags skrokklagi sem er orðið fágætt og eykur gildi hans.

Báturinn var á sínum tíma meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann er dæmigerður fyrir þá vélbáta gerðir voru út frá Vestmannaeyjum um og upp úr miðri 20. öldinni á vetrarvertíð og fóru til síldveiða á sumrin meðan síldin gaf.

Hann er ómetanleg heimild um undirstöðuatvinnuveg Vestmannaeyja, stærstu verstöðvar landsins. Hann hefur einnig mikið gildi fyrir fiskveiðisögu landsins. Varðveislugildi bátsins er enn meira fyrir það að sléttsúðaðir eikarbátar týna nú hratt tölunni á Íslandi.

Þessu tengt: Blátindi fargað fáist samþykki Minjastofnunar

Þrír möguleikar í stöðunni

Blátind ber því tvímælalaust að varðveita. Út frá varðveislusjónarmiði skiptir ekki meginmáli hvernig það er gert þrír möguleikar eru í stöðunni:

  1. Að koma honum í skjól, þ.e. undir þak, í því ástandi sem hann er.
  2. Að koma honum sýningarhæft ástand og hafa hann annað hvort innandyra eða utan.
  3. Að gera hann sjófæran og láta hann liggja við bryggju þegar hann er ekki í notkun.

Best væri að gera Blátind sjófæran. En það er dýrasti kosturinn og etv. ekki raunhæfur, segir að endingu í samantekt Helga Mána.

Í niðurstöðu framkvæmda- og hafnarráðs var framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir við Minjastofnun.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.