Hættustigi Almannavarna lýst yfir vegna óveðurs

6.Febrúar'22 | 19:55
vont_vedur

Rauð viðvörðun er í gildi á Suðurlandi frá kl. 4 í nótt til kl. 8.30 í fyrramálið.

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna óveðurs um allt land í nótt. Samhæfingarmiðstöð Almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.

Mikilvægt er að ganga vel frá lausum munum og eru verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum, en miklar líkur eru á foktjóni og ófærð.
 
Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með hvernig skólahaldi verður háttað. Íbúar eru beðnir um að hafa samband við 112 ef þörf er á aðstoð, segir í tilkynningu á facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.