Loðnukvóti VSV & Hugins minnkar um 9.000 tonn

3.Febrúar'22 | 21:15
IMG_5193

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar kallaði skip fyrirtækisins strax heim þegar tíðindin bárust í gær. Ljósmynd/TMS

Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarkvóti kvóti verði minnkaður um 100.000 tonn. Það þýðir að samanlagður kvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins minnkar um 9.000 tonn. Út af standa því um 36.000 tonn af heimiluðum kvóta fyrirtækjanna.

Vinnslustöðin hefur hætt loðnuveiðum í bili. Gert er ráð fyrir frekari mælingum á loðnu í næstu viku og beðið er tíðinda af því hvort niðurstöður þá boði breytingar á stöðunni nú, segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar á vef fyrirtækisins.

Þessu tengt: Kallar loðnuskipin í land

Skortir á grunnrannsóknir í loðnu

„Auðvitað er þessi kvótaskerðing óþægileg og vekur fleiri spurningar en hún svarar um sjálfa aðferðafræðina við loðnuleit og mælingar á stofnstærð loðnunnar.

Ég get út af fyrir sig lýst ánægju með að Hafró birti niðurstöður sínar strax eftir síðari mælingarleiðangur sinn þar sem nokkuð fannst af loðnu. Gott hefði hins vegar verið að heyra strax af því að lítið væri að frétta af loðnu í fyrri leiðangrinum.

Málið varðar nefnilega ekki vísindamenn eina heldur sjálfssögðu líka sjávarútvegsfyrirtækin og sjálft þjóðarbúið.

Vissulega er búið að veiða mikið það sem af er vertíð en við blasir að dregið hefði verið úr veiðum ef fyrirtækin hefðu fengið af því veður fyrr að svo kynni að fara að útgefinn heildarkvóti yrði skertur. Verðmætasti hluti vertíðarinnar er eftir, það er að segja hrognafrystingin.

Bakslagið sannar fyrir mér að mikið skortir á grunnrannsóknir í loðnu og þar þarf að verða breyting á.“ segir Sigurgeir Brynjar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...