Kallar loðnuskipin í land

3.Febrúar'22 | 06:53
sigurgeir_br

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Ljósmynd/TMS

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var í gær bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. 

Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum, segir í frétt Vísis.

Í fréttatilkynningu Hafránnsóknastofnunar í gær kom fram að nýafstaðinn leiðangur rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar þýði ráðgjöf um 800 þúsund tonna heildarkvóta. Það væri um 100 þúsund tonna lækkun frá útgefnum kvóta á yfirstandandi vertíð upp á 904 þúsund tonn.

Þá segir í frétt Vísis að útgerðir séu strax farnar að bregðast við. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagðist vera búinn að hringja í alla skipstjórana sína og segja þeim að hætta strax veiðum og snúa í land. Hann vildi eiga nóg eftir af kvótanum til að veiða loðnuna síðar þegar hún verður orðin verðmætari og nálgast hrygningu en ekki eyða kvótanum til að veiða hana í bræðslu.

Nánar er fjallað um málið á Vísi.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.