Synjað um stöðuleyfi fyrir tjald

2.Febrúar'22 | 07:52
canton_2020

Ekki fékkst leyfi fyrir tjald við Strandveg 49. Ljósmynd/TMS

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi ráðsins í vikunni umsókn um stöðuleyfi fyrir tjald við Strandveg 49.

Um er að ræða frestað mál frá 355 fundi ráðsins, þar sem Hallgrímur S. Rögnvaldsson sækir um stöðuleyfi fyrir tjald við Strandveg 49, nánar tiltekið vestan megin við veitingastaðinn Canton.

Fram kemur í fundargerð að nú sé málið tekið fyrir að nýju með hliðsjón af umsögnum byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem hafa einnig stuðst við upplýsingar frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.

Í umsókn Hallgríms kemur fram að tjaldið sé 125,8 fermetrar að stærð. Breidd þess er 7,4 metrar og lengd 17 metrar. 15 centimetrar verða milli hússins að Strandvegi 51 og tjaldsins.

Fram kemur í bréfinu að hugmyndin sé sú að um fjölnota tjald sé að ræða. Þar mætti sjá fyrir sér eftirfarandi: Sölutjald fyrir handverksfólk á sumrin,  jólamarkað í lok árs. Uppákomutjald á Þjóðhátíð, goslokahátíð og á fótboltamótum. Eins sér bréfritari fyrir sér að hinir ýmsu geti leigt tjaldið og verið þar með uppákomur svo sem árgangsmót, þorrablót o.s.frv.

Í afgreiðslu ráðsins segir, að teknu tilliti til innkominna umsagna getur ráðið ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...