49 ár frá Heimaeyjargosi

23.Janúar'22 | 13:15
Eldgosid_hofnin

Í dag eru 49 ár frá því að eldgos hófst á Heimaey.

Eyjamenn voru flestir í fastasvefni aðfararnótt 23. janúar árið 1973 þegar eldgos hófst í Heimaey. Stór sprunga opnaðist frá norðri til suðurs á austasta hluta Heimaeyjar og náði niður að höfninni í norðri og að Skarfatanga í suðri.

Sprungan minnkaði fljótlega og var meginhluti gossins þar sem Eldfell stendur nú. 

Ekki er hægt að segja að Eyjamenn hafi fengið viðvörun um eldgos daginn áður. Þegar jarðhræringarnar eru skoðaðar þá voru að vísu tvær mjög litlar jarðskjálftahrinur í tvo daga fyrir gosið sem mega teljast fyrirboðar. Þessar hrinur mældust í Mýrdal og á Laugarvatni og töldu menn upptök nálægt Veiðivötnum eða við Heimaey. Mönnum fannst upptökin frekar vera við Veiðivötn, þar sem það var mun algengara.

Giftusamleg björgun á fólki

En annað kom svo í ljós. Upptökin voru á tvöfalt meira dýpi en vanalega og telja menn nú að slíkt dýpi sé fyrirboði um eldgos. Stærsti jarðskjálftinn, um 3 á Richter, mældist kl. 1:40 aðfaranótt 23. janúar. Það var 15 mínútum fyrir sjáanlegt upphaf gossins. Enginn gerði sér þó í hugarlund á þessu stigi málsins að þessar jarðhræringar hafi verið fyrirboðar eldgoss á Heimaey, segir í umfjöllun um þennan merka viðburð á vefsvæðinu Heimaslóð.is.

Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar Heimaeyjargosið er rifjað upp. Gosið stóð í rétt rúmlega hálft ár og lauk því 3. júlí sama ár og tók uppbygging tiltölulega skamman tíma. Þegar gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins 5.273 (1. des '72). Í lok árs í fyrra voru íbúar í Eyjum 4416 talsins samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofununum, eða 857 færri en fyrir gos.

Minningarstund í kvöld

Í ljósi samkomutakmarkana mun goslokanefnd standa fyrir minningarstund í Landakirkju í kvöld, rétt eins og í fyrra. 

Dagskráin verður með svipuðu sniði, þ.e. fluttar verða hugvekjur og eyjalög sungin og spiluð. Minningarstundin hefst kl. 20:00 og verður hægt að nálgast hlekk á hana á vef Vestmannaeyjabæjar, samfélagsmiðlum bæjarins og á eyjamiðlunum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).