Vilja ræða heilbrigðismálin í Eyjum við nýjan ráðherra
22.Janúar'22 | 09:50Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri hefur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskað eftir fundi með nýjum heilbrigðisráðherra, til þess að ræða stöðu og starfsemi HSU í Vestmannaeyjum, stöðu sjúkraflugs og sjúkraþyrlu.
Davíð Egilsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum, kom á fund bæjarráðs nú í vikunni og fór hann yfir stöðu læknamönnunar á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum.
Í sameiginlegri bókun bæjarráðs segir að líkt og kom fram í umfjöllun RÚV á dögunum hefur sjúkraflug á landinu öllu verið undir nær fordæmalausu álagi þrátt fyrir að ferðamönnum hafi snarfækkað vegna heimsfaraldurs. Afar takmarkað áætlunarflug til Vestmannaeyja eykur álag á sjúkraflug. Við flutning miðstöðvar sjúkraflugs til Akureyrar lengdist viðbragðstími til Vestmannaeyja og þrátt fyrir svarta skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2013 hefur ástandið ekki lagast. Það er óásættanlegt.
Þessu tengt: 115 sjúkraflug milli lands og Eyja í fyrra
Nauðsynlegt er að klára fjármögnun tilraunaverkefnis um sjúkraþyrlu á Suðurlandi til þess m.a. að bæta viðbragð við Vestmannaeyjar, þar sem lífsbjargandi þjónusta er takmörkuð.
Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi bæjarráðs með nýjum heilbrigðisráðherra til að ræða stöðuna, segir í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.