Enn ekki nægt varaafl til staðar í Eyjum
21.Janúar'22 | 09:17Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf voru til umfjöllunar hjá bæjarráði í vikunni.
Fram kemur í fundargerðinni að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri hafi fundað með ráðherra orkumála í byrjun mánaðarins. Á fundinum fór bæjarstjóri yfir stöðuna á rafmagnsþörf, forgangsorku, varaafli, flutningskerfi, gjaldtöku og þörf með tilliti til orkuskipta. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir því við 1. þingmann kjördæmisins að þingmenn kjördæmisins fundi með bæjarráði vegna málsins.
Landsneti ber lögum samkvæmt að tryggja varaafl fyrir forgangsorku. Það varaafl er ekki til staðar í Vestmannaeyjum í dag. Bæjarstjóri lagði til við bæjarráð að ráðið myndi senda formlegt erindi á Landsnet vegna færanlegra varaaflsstöðva til að hægt sé að tryggja eins mikið varaafl og mögulegt er á loðnuvertíðinni.
Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og samþykkir tillögu bæjarstjóra um að senda formlegt erindi á Landsnet vegna færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...