Góður afli í skítabrælu

20.Janúar'22 | 14:03
bergey_v_0720

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Aflinn var blandaður; ýsa, þorskur, lýsa og dálítill ufsi. 

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við Jón Valgeirsson skipstjóra og hann spurður um hvar aflinn hafi fengist.

“Við fengum ýsu og lýsu í Skeiðarárdýpinu en þorskinn og ufsann á Víkinni. Það var skítabræla, vestanfýla allan túrinn. Við fórum út að lokinni löndun klukkan sex síðdegis í gær og við erum búnir að fá fínasta afla í nótt. Nú er alger blíða en á morgun spáir hann suðaustan hvelli með haugasjó og ógeði. Við þurfum helst að vera búnir að fylla áður en brælir. Það virðist vera skítaveðrátta framundan og það á að vera lurkur í honum fram yfir helgina,” segir Jón.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.