Mæta ríkjandi meisturum í Evrópubikarnum

18.Janúar'22 | 11:20
ibv_kv_2022_fagn_fb_ibv

ÍBV dróst á móti spænska liðinu Costa del Sol Málaga. Ljósmynd/ÍBV

Í morgun var dregið í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna (EHF European Cup). Þar dróst ÍBV á móti spænska liðinu Costa del Sol Málaga, en liðið er ríkjandi meistari í keppninni.

ÍBV fékk heimaleikjaréttinn í fyrri leiknum og er ráðgert að viðureignirnar fari fram 12. eða 13. febrúar seinni leikurinn viku síðar á heimvelli spánverjana. Það á svo eftir að koma í ljós hvort semjist um að leika báða leikina á heimavelli annar hvors liðsins. 

Sigurliðið úr viðureigninni mætir svo annað hvort HC DAC Dunajská Streda frá Slóvakíu eða ZRK Bekament Bukovicka Banja frá Serbíu í undanúrslitum keppninnar.

Viðureignir 8-liða úrslitana eru:

  • HC Galychanka Lviv – H71.
  • ÍBV – Costa del Sol Malaga.
  • ZRK Bekament Bukovicka Banja – HC DAC Dunajská Streda.
  • Visitelche.com Bm Elche – Rocasa Gran Canaria.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.