Bólusett á morgun eftir nýju fyrirkomulagi
- fólk skráir sig og verður gefinn upp tími til að mæta
18.Janúar'22 | 07:15Heilsugæslan í Vestmannaeyjum reynir nú nýtt fyrirkomulag varðandi bólusetningar þar sem mæting þeirra sem hafa verið boðaðir í hópbólusetningar hafa verið stopular og eru ýmsar ástæður fyrir því.
Á morgun, miðvikudaginn 19. janúar 2022 verður bólusett með Pfizer á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum. Skráning er í síma 432-2500.
Þetta fyrirkomulag er ætlað fyrir:
- Börn 12 ára og eldri sem ekki eru fullbólusett - athugið að börn 12 – 15 ára fá ekki örvunarskammt . Börn verða að mæta með foreldra/forráðamanni
- Þá sem ekki eru fullbólusettir, hafa fengið enga eða 1 bólusetningu
- Alla 16 ára og eldri sem óska eftir örvunarbólusetningu, en 5 mánuðir verða að hafa liðið frá síðustu bólusetningu • Alla sem voru bólusettir með Janssen og eiga eftir að fá pfizer sem örvunarskammt .
- Þá sem fengið hafa covid og kjósa að fá örvunarskammt með pfizer. Athugið að 3 mánuðir verða að hafa liðið frá veikindum að örvunarskammti.
ATHUGIÐ!
- Ekki verða send út strikamerki.
- Að minnsta kosti ½ mánuður verður að líða á milli covid bólusetningar og annara bólusetninga.
- Hér mæta ekki börn yngri en 12 ára, þau þurfa barna-Pfizer skammt sem er veikari en það sem er í boði 19. janúar.
Pfizer Wednesday Jan. 19. 2022 in Health Care in Vestmannaeyjar. Registration in tel: 432-2500. Bólusetning í Vestmannaeyjum - Vaccination
Tags
HSU
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...