Vestmannaeyjahöfn skoðar kaup á nýjum vistvænum dráttarbáti

13.Janúar'22 | 14:40
lodsinn_2020

Lóðsinn í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Ríkiskaup óskar eft­ir á vefnum ut­bodsvef­ur.is fyrir hönd Ísafjarðarhafnar, Hornafjarðarhafnar og Vestmannaeyjahafnar upp­lýs­ing­um vegna fyr­ir­hugaðra op­in­berra inn­kaupa. 

Fram kemur í auglýsingu Ríkiskaupa að ráðist hafi verið í undanfarandi markaðskönnun á Evrópska efnahagssvæðinu, til að kanna fýsileika þess að kaupa orkuskiptan dráttarbát fyrir ofangreindar hafnir.

Í lýsingu á verkefninu segir að ofangreindar hafnir hafi hug á því að fjárfesta í nýjum dráttarbátum á næstu misserum. Markaðskönnun þessi byggist á heimild í 45. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og markmið hennar er að undirbúa innkaup og upplýsa fyrirtæki um áformuð innkaup og kröfur varðandi þau, afla upplýsinga um markaðinn og fá ráðgjöf t.a.m. um fýsileika orkuskiptra dráttarbáta, þó án þess að raska samkeppni á markaðnum. Í slíkri markaðskönnun felst þó ekki skuldbinding um að fara í útboð.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að leggja fram upplýsingar um þá lausnir sem þeir hafa upp á að bjóða. Fram kemur að skilafrestur sé til 01.03.2022 kl. 11:00 og verða tilboð opnuð einni mínutu síðar. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um útboðið er að finna í útboðskerfi Rík­is­kaupa.

Núverandi Lóðs var smíðaður hjá Skipalyftunni fyrir Vestmannaeyjahöfn og var afhentur formlega 24. janúar árið 1998. Lóðsinn vegur 156 brúttó tonn, er 22,5 metrar á lengd og 7,33 metrar að breidd.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.