Staðan á Hraunbúðum

13.Janúar'22 | 19:32
ellihe

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Starfsemi Hraunbúða er að komast í rétt horf aftur eftir að COVID-19 hópsmit kom upp á heimilinu á öðrum degi jóla. 

Um leið og COVID smitin voru staðfest var viðbragðsteymi HSU virkjað og fór starfsfólk úr viðbragðsteyminu til Vestmannaeyja til aðstoðar. Með góðu samstarfi viðbragðsteymisins og annarra starfsmanna í Vestmannaeyjum var á skömmum tíma unnt að tryggja öryggi bæði heimilisfólks og starfsfólks. Var það t.a.m. gert með tilheyrandi hólfaskiptingum og má á meðfylgjandi mynd sjá Sigurð Óla Guðbjörnsson, starfsmann tækni-og viðhaldsdeildar HSU, undirbúa niðurrif á einum slíkum COVID vegg.

Snör viðbrögð starfsfólks HSU kom í veg fyrir að veiran næði frekari útbreiðslu og mildi var að engin alvarleg veikindi komu upp hjá þeim sem smituðust.

Ég sendi mínar best kveðjur og þakklæti til allra sem komu að þessum aðgerðum.

 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

 

Grein af hsu.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).