Sækja um leyfi fyrir sjóborholum á Edinborgarbryggju

13.Janúar'22 | 08:20
f.e.s

Ísfélag Vestmannaeyja óskar eftir leyfi til að bora tvær sjóborholur á Edinborgarbryggju. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjóborholur á Edinborgabryggju. 

Það er Ísfélag Vestmannaeyja sem óskar eftir leyfi til að bora tvær sjóborholur á bryggjunni. Fram kemur í fundargerð að erindinu hafi verið vísað til umsagnar ráðsins.

Í umsókn Ísfélagsins segir að við Strandveg 12-14 standi Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja ásamt hráefnisþróm, ketilhúsi, löndunarhúsi, mannaðstöðu, verkstæði og hráefnistönkum. Austan við Fiskimjölsverksmiðjuna eru mjölgeymslur og afgirt tankasvæði, með fjórum olíu- og lýsistönkum. Norðan við verkssmiðjuna eru hráefnistankar og nýtt hrognahús sem er í byggingu.

Með bréfi þessu og meðfylgjandi teikningum er óskað eftir leyfi til að bora tvær sjóborholur 14“ sverar og 36-40m djúpar sem boraðar verði niður úr móhellu í bryggju. Áætlaður verktími er apríl-maí 2022.

Helstu verkþættir og áætlanir eru: 

Borvagn verði staðsettur á bryggju sem bori sjóholurnar. Meðan á borun stendur þarf að fá leyfi til að girða af vinnusvæði Einnig verðir grafin skurður að holum sem í verða settar tvær 250PE pípur. Að verki loknu verði skurðum lokað og brunnum komið fyrir yfir holum og gengið frá svæði sbr. útlit þess var fyrir framkvæmdir, segir í umsókn Ísfélagsins.

Í niðurstöðu framkvæmda- og hafnarráðs segir að ráðið samþykki fyrir sitt leyti framkvæmdina og vísar því til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs en leggur áherslu á að frágangi verði lokið að fullu fyrir 15.maí 2022.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.