Ekið á gangandi vegfaranda

13.Janúar'22 | 09:18
IMG_8452

Ljósmynd/TMS

Í síðustu viku var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Vestmannaeyjum. Sem betur fer var þó ekki um alvarlegt slys að ræða sem öðru fremur má þakka því að ökuhraði bifreiðarinnar var ekki mikill.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á facebook-síðu embættisins. Þar er af þessu tilefni ítrekað enn og aftur mikilvægi þess að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Sérstaklega er því beint til foreldra að tryggja að börnin séu búin endurskini sem sést vel en rannsóknir sýna að ökumenn bifreiða sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella.

Bent er á í tilkynningunni að á vef Samgöngustofu sé m.a. að finna hagnýtar upplýsingar er varða endurskinsmerki.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.