Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar
til 2. febrúar
12.Janúar'22 | 07:30Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi.
Ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið. Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins, segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.
Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 5. janúar síðastliðinn koma einnig fram tillögur hans um breytingar á sóttkví sem þegar hafa komið til framkvæmda, sbr. tilkynning ráðuneytisins frá 7. janúar síðastliðnum. Jafnframt fylgir hér minnisblað landlæknis og sóttvarnalæknis, dags. 10. janúar, um stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og þróun faraldursins.
- Reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar
- Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar
- Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaðgerðir innanlands og sóttkví vegna Covid-19, dags. 5. janúar sl.
- Minnisblað landlæknis og sóttvarnalæknis um stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og þróun heimsfaraldurs, dags. 10. janúar
Tags
COVID-19
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.