Voru einn og hálfan sólarhring að fylla skipið

11.Janúar'22 | 14:35
bergey_sigurdur

Bergey VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi. Ljósmynd/TMS

Bergey VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi eftir stutta veiðiferð. 

Á vef Síldarvinnslunnar er Jón Valgeirsson, skipstjóri tekinn tali um túrinn. „Við byrjuðum á Péturseynni og enduðum á Vík. Það var hvöss landátt en þarna gátum við verið í dálitlu skjóli. Það gekk afar vel að fiska og við fylltum skipið á einum og hálfum sólarhring. Þarna fékkst stór þorskur – vertíðarfiskur. Þetta var mest 7-12 kílóa fiskur. Nú spáir hann haugabrælu næstu daga og því gerum við ekki ráð fyrir að halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag. Menn munu nota tímann fram að því til að dytta að skipinu,“ segir Jón.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.