Gul viðvörun - Suðvestan stormur og él

11.Janúar'22 | 10:45
gul_vidv_110122

Skjáskot/vedur.is

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og fyrir Norðurland vestra.

Veðurviðvörunin fyrir Suðurland tekur gildi kl. 22:00 í kvöld og er í gildi til kl. 02:00 í nótt. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.

Í nýrri veðurspá fyrir Suðurland segir: Suðvestan 13-20 m/s upp úr hádegi og rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Hægari og skúrir eða él síðdegis, en hvessir aftur um tíma í kvöld. Gengur í suðvestan 15-20 á morgun, áfram él og kólnar heldur.
Spá gerð: 11.01.2022 09:51. Gildir til: 13.01.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 13-20 m/s og él, en yfirleitt þurrt á A-landi. Dregur úr vindi og ofankomu seinnipartinn. Hiti um eða undir frostmarki.

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og fer að snjóa, hiti breytist lítið. Rigning S-lands síðdegis með hita 1 til 7 stig.

Á laugardag:
Vestan og suðvestan 8-13 og dálítil él, en birtir til A-lands. Frost 0 til 7 stig. Hvessir um kvöldið með rigningu eða snjókomu um landið V-vert.

Allt um veðrið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.