Lettnesk landsliðskona til liðs við ÍBV

10.Janúar'22 | 16:21
sandra-voitane

Sandra Voitane

Sandra Voitane mun leika með ÍBV á komandi leiktíð í efstu deild kvenna, hún lék síðast í Austurríki en hefur einnig leikið í Þýskalandi og á Kýpur. Í Þýskalandi lék hún í efstu deild árið 2020 og varð fyrsti Lettinn til að spila þar. 

Sandra er lettnesk landsliðskona og kemur til með að hitta tvo samlanda sína hjá félaginu, þær Olgu Sevcovu og Viktoriju Zaicikovu, sem áttu báðar gott tímabil með ÍBV á síðasta ári, segir í frétt á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags.

Sandra er 22 ára og getur leikið margar stöður á vellinum, hjá lettneska landsliðinu hefur hún að mestu leyti leikið sem bakvörður í síðustu verkefnum. Hún á 39 leiki fyrir landsliðið og hefur skorað í þeim 12 mörk.

Fyrr í dag var greint frá því að ÍBV hafi fengið til liðs við sig bandarískan miðjumann.

Tags

ÍBV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.