Fyrstu loðnufarmar ársins til Vinnslustöðvarinnar

10.Janúar'22 | 16:27
kap_v_hofn_10_2021

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ljósmynd/TMS

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land.

Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

„Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum aðra nótt og mikið verður því um að vera hjá Unnari Hólm og hans liði í bræðslunni næstu sólarhringa,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV.

„Loðnuvertíðin er sannarlega hafin og gott er það. Samt er ekki mikill kraftur í veiðunum enn sem komið er, frekar hægt að tala um kropp.“

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.