Bólusetning 5 til 11 ára skólabarna

10.Janúar'22 | 12:03
Bólusetning barna_stjr

Sóttvarnasvið embættis landlæknis hefur tekið saman myndrænar upplýsingar um bólusetningar barna fyrir börn og forráðamenn þeirra í samstarfi við umboðsmann barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að foreldrum barna 5-11 ára verði boðið að láta bólusetja börn sín gegn Covid-19. 

Bólusetning barna í þessum aldurshópi hefst á höfuðborgarsvæðinu í dag. Bólusett verður í Laugardalshöll dagana 10. til 13. janúar. Upplýsingar um bólusetningar barna eru á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á vefsíðum heilbrigðisstofnana um allt land, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Þar segir jafnframt að bólusetning sé alltaf val. Þau sem fara með forsjá barns og deila með því lögheimili þurfa að taka afstöðu til bólusetningar barns á skráningarsíðunni skraning.covid.is. Þar er  hægt að;

  • skrá barn sitt í bólusetningu
  • skrá aðra aðila sem heimilt er að fylgja barninu í bólusetningu
  • hafna/bíða með bólusetningu

Upplýsingar og fræðsla um bólusetningu barna

Nánari upplýsingar um bólusetningar barna á mörgum tungumálum eru á vefsvæðinu covid.is/barn.

Einnig eru upplýsingar fyrir 5 til 11 ára börn og forráðamenn þeirra á vef landlæknis.

Sóttvarnasvið embættis landlæknis hefur tekið saman myndrænar upplýsingar um bólusetningar barna fyrir börn og forráðamenn þeirra í samstarfi við umboðsmann barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.

Upplýsingar um bólusetningar barna í heilbrigðisumdæmum um allt land:

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.