Ábending frá Herjólfi til farþega sem koma erlendis frá
8.Janúar'22 | 15:19Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 langar okkur hjá Herjólfi ohf að árétta eftirfarandi varðandi farþega sem eru að koma erlendis frá og hafa ekki fengið niðurstöðu úr sýnatöku og/eða eru í sóttkví/smitgát og ætla sér að ferðast með ferjunni.
Herjólfur hefur tök á að ferja farþega sem eru í sóttkví/smitgát sama hvert siglt er. Ef það er siglt til Þorlákshafnar miðast sá flutningur hinsvegar við bókunarstöðu í klefa ferjunnar. Nauðsynlegt er að hringja í afgreiðslu okkar í síma 4812800 svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Það er einlægur vilji okkar að farþegar komist sinnar leiðar en á sama tíma þarf einnig að gæta að öryggi og velferð áhafnar, starfsfólks og farþega, segir í tilkynningu frá starfsfólki Herjólfs ohf.
Tags
HerjólfurMá bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...