Ásókn í lóðir á nýju athafnasvæði við flugvöll
7.Janúar'22 | 07:30Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn sl. var dregið um lóðir í fyrstu úthutun athafnasvæðis við flugvöll.
Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist 8 umsóknir, en flestir sóttu um fleiri en eina lóð.
Sjá einnig: Nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði við flugvöllinn
Draga þurfti um tvær lóðir, lóðir nr. 9 og 10. Umsækjendur voru:
Lóð 9:
- Steini og Olli
- Gröfuþjónustan Brinks ehf.
- Svanur Örn Tómasson
Lóð 10:
- Steini og Olli
- Gröfuþjónustan Brinks ehf.
- Steinn Þórhallsson
- Gunnar Bergur Runólfsson
- Þorvaldur Ólafsson
Þessu tengt: Auglýsa lóðir á athafnasvæði við flugvöll
Í niðurstöðu segir að ráðið lýsi yfir ánægju með áhuga á svæðinu. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Lóð 9
- Dregið út nr. 1 - Steini og Olli
- Til vara - Svanur Örn Tómasson
Lóð 10
- Dregið út nr. 1 - Þorvaldur Ólafsson
- Til vara - Steinn Þórhallson
Á öðrum lóðum var útdráttur ekki nauðsynlegur.
- Lóðir 11-12 - K-15 ehf.
- Lóðir 13-19 - Svanur Örn Tómasson
Ráðið samþykkti að úthluta lóðunum og skulu lóðarhafar skila fullnægjandi teikningum fyrir 1.1.2023.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.