Ófært til lands
5.Janúar'22 | 15:14Ljóst er að ofsaveðrið sem spáð var er fyrr á ferðinni en gert var ráð fyrir. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að Herjólfur sigli ekki seinni partinn í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Enn fremur segir að ákvörðum sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþegar og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning.
Tilkynning hvað varðar siglingar á morgun, verður gefin út fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.