Einangrun stytt í 7 daga - reglur um styttri tíma
31.Desember'21 | 10:27Í samráði við sóttvarnalækni hefur heilbrigðisráðherra gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19.
Með reglugerðarbreytingunni er einangrun einstaklinga sem hafa greinst með COVID-19 þannig stytt í 7 daga. Telji læknar COVID-19 göngudeildar Landspítala hins vegar nauðsynlegt að framlengja einangrun einstaklings er þeim það heimilt, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
„Við sjáum gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna mikilla smita í samfélaginu, sérstaklega er álagið mikið á Covid-göngudeild Landspítalans. Við sjáum líka víðtæk áhrif smita á samfélagið allt og því tel ég þetta vera rétt skref. Ég hvet fólk til þess að halda áfram að fara varlega, og sýna starfsfólki Covid-göngudeildar áfram þolinmæði og virðingu. Við erum öll í þessu saman.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Reglugerðarbreytingin tekur nú þegar gildi og getur bæði haft áhrif á lengd einangrunar hjá einstaklingum sem greindust með COVID-19 fyrir gildistöku, sem og eftir gildistöku. Reglugerðin mun birtast síðar í dag á vef Stjórnartíðinda, segir í tilkynningunni.
Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi ný tilmæli um einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Tags
COVID-19
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.