Þung staða í samfélaginu
- segir forstjóri HSU - enginn þeirra sex heimilsmanna á Hraunbúðum sem smitaðir eru af covid er alvarlega veikur
28.Desember'21 | 16:28Covid smitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga í Vestmannaeyjum. Eyjar.net ræddi stöðuna við Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og einnig þær fréttir sem bárust úr heilbrigðisráðuneytinu í dag að til standi að flytja sjúklinga frá Landspítala yfir á heilbrigðisstofnanir.
„Við eigum von á sjúklingum frá LSH og til stóð að taka við fimm sjúklingum til Vestmannaeyja. En eins og staðan er hjá okkur þar núna þá verðum við aðeins að sjá hvernig við náum að vinna úr þeim smitum sem upp eru komin innan HSU.” segir Díana.
Sjá einnig: Heilbrigðisstofnanir taka á móti 30 sjúklingum til að létta álagi af LSH
Hún segir að haldið verði áfram að taka við sjúklingum frá LSH inn á lyflæknadeildina á Selfossi.
Biðlar til allra Eyjamanna að fara varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum
„Við erum með 6 einstaklinga með COVID smit inn á Hraunbúðum og erum búin að koma upp lokaðri einingu fyrir þá einstaklinga. Sem betur fer er enginn alvarlega veikur enn sem komið er.”
Þessu tengt: Smituðum fjölgar enn
„Staðan í samfélaginu er þung og við megum alveg eins búast við frekari smitum á næstu dögum og vikum. Ég biðla til allra Eyjamanna að fara varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum.” segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.