Geisli bauð lægst í raforkuvirki á skipalyftukanti

22.Desember'21 | 14:45
framkv_bryggja

Frá framkvæmdum við skipalyftukant. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjahöfn óskaði nýverið eftir tilboðum í raforkuvirki á skipalyftukanti. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið.

Helstu verkþættir eru að smíða rafmagnstöflu, draga strengi í ídráttarrör, ganga frá tenglum í bryggjuskápum og setja upp ljóskastara og neyðarljós í stigum. Fram kom í útboðsgögnum að verkinu skuli lokið eigi síðar en 31.júlí 2022.

Líkt og áður segir buðu fimm fyrirtæki í verkið og bauð Geisli lægst og var tilboð Geisla undir kostnaðaráætlun. 

 Bjóðandi  Tilboð kr.  Hlutfall  Frávik þús.kr.
 Rafal ehf., Hafnarfirði  42.418.426  240,8  25.283 
 Rafmálafélagið ehf., Kópavogi   29.749.486  168,9  12.614
 Orkuvirki ehf., Reykjavík   29.422.603  167,1 12.287 
 Árvirkinn ehf., Selfossi  22.106.867  125,5 4.972 
 Áætlaður verktakakostnaður  17.612.000 100,0  477 
 Geisli / Faxi ehf., Vestmannaeyjum  17.135.199  97,3

         

 

 

 

 

Geisli / Faxi ehf. lagði einnig inn frávikstilboð. Heimild/Vegagerðin.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.