Fréttir af Eyjunum

21.Desember'21 | 14:50
nyjar_eyjar

Eyjarnar í heimahöfn. Ljósmynd/TMS

Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær með rúmlega 60 tonna afla en skipið landaði 40 tonnum í Neskaupstað sl. fimmtudag. 

Bergeyjarmenn eru komnir í jólafrí, segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Þar segir jafnframt að Vestmannaey VE sé í Reykjavík og þar er unnið í vél skipsins eftir eldsvoðann sem upp kom í því í lok októbermánaðar. Um þessar mundir eru varahlutir í vélina að koma frá Japan og er gert ráð fyrir að Vestmannaey haldi á ný til veiða um mánaðamótin janúar-febrúar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.