Búist við metfjölda í hraðpróf á heilsugæslunni í Eyjum í dag

- Einkannasýnataka (PCR) klukkan 13:00, Hraðpróf á bilinu 13:15-15:00

17.Desember'21 | 10:19
hradprof_covid

Í dag er búist við metfjölda í hraðpróf á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum.

Í dag er búist við metfjölda í hraðpróf á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum, eða yfir 200 manns. 

Því er hætt við að það myndist langar biðraðir.  Samkvæmt skilaboðum sem fylgja strikamerki eiga allir að mæta klukkan 13:00, en við biðjum þá sem þurfa að koma í einkennasýnatökur (PCR) að koma stundvíslega klukkan 13, en þá sem koma í hraðpróf að koma milli klukkan  13:15-15:00 og koma frekar aftur ef röðin er mjög löng.  Unnið er að því að breyta upplýsingum í tölvukerfum þannig að einkennasýnatökur og hraðpróf séu ekki skráð á sama tíma.

Minnum alla á að hafa strikamerkin tilbúin, segir í tilkynningu frá heilsugæslunni í Vestmannaeyjum.

Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni segir í samtali við Eyjar.net að staðan í Eyjum sé nokkuð góð með 10 eða færri einstaklinga í einangrun undanfarnar vikur. Hann bendir á að fylgjast megi með stöðu faraldursins á Suðurlandi inn á heimasíðu HSU.  

 

Tags

COVID-19 HSU

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...