Landeyjahöfn að opnast aftur

16.Desember'21 | 14:44
herjolf_4_inns

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar síðdegis í dag. Ljósmynd/TMS

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinni partinn í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun:

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:45

Hvað varðar síðustu ferðina þá verður gefin út tilkynning á miðlum Herjólfs kl. 20:00 í kvöld.

Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að láta færa bókun sína.

Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skila eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...