Ekkert sem jafnast á við hundana í baráttunni gegn fíkniefnum

16.Desember'21 | 08:00
hundur_fikno_21

Tíkin Móa skoðar sig um á lögreglustöðinni í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Líkt og greint var frá fyrr í vikunni afhenti Kiwanisklúbburinn Helgafell lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund að gjöf.

Tíkin hefur fengið nafnið Móa og er af tegundinni enskur Springer Spaniel. Heiðar Hinriksson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur umsjón með hundinum.

Hann segir í samtali við Eyjar.net að hún verði 10 mánaða gömul eftir miðjan þennan mánuð.

„Tíkin kom til Eyja úr einangrun þann 13. október sl.  Þá var strax hafist handa við að umhverfisþjálfa hana og venja hana við nýju umhverfi og aðstæðum. Formleg þjálfun á henni hófst nýlega þar sem hún verður þjálfuð í að þefa uppi fíkniefni. Móa var flutt inn frá Englandi.”

Sjá einnig: Kiwanis gefur fjórða leitarhundinn til lögreglunnar

Heiðar segir að góður fíkniefnaleitarhundur sé eitt öflugasta tæki sem lögregla hefur yfir að ráða í baráttunni gegn fíkniefnum. „Þrátt fyrir alla þá tækni sem við höfum yfir að ráða í dag þá hefur ekki ennþá tekist að búa til tæki sem jafnast á við hundana.”

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.