Yfirlýsing aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags
15.Desember'21 | 10:16Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli vill aðalstjórn ÍBV íþróttafélags árétta eftirfarandi.
Í framhaldi af beiðni Vestmannaeyjabæjar um framtíðarsýn félagsins í skipulagsmálum voru haldnir tveir upplýsingafundir með fulltrúaráði félagsins þar sem framtíðar skipulagsmálin voru rædd og mótuð. Aðalstjórn óskaði einnig eftir skriflegu áliti frá handknattleiksdeild og knattspyrnudeild vegna málsins.
Félagsfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn 30. september sl. þar sem að rætt var og staðfest framtíðarsýn félagsins. Fyrir fundinum lágu fjórar eftirfarandi tillögur: gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvelli, félagsheimili við Hástein, handknattleikshöll við Hástein og stækkun Herjólfshallar. Fram komin álit voru lesin upp á fundinum og þar kom fram að knattspyrnuráð karla horfði frekar til stækkunnar á Herjólfshöll en framkvæmda við Hásteinsvöll. Niðurstaða félagsfundarins var að gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvelli yrði fyrsta framkvæmd framtíðarsýnarinnar og var hún samþykkt mótatkvæðalaust eins og fram kemur í fundargerð.
Að sjálfsögðu framfylgir aðalstjórn ÍBV íþróttafélags niðurstöðu félagsfundar.
Aðalstjórn óskaði eftir þessari forgangsröð framkvæmda við Vestmannaeyjabæ í kjölfarið og ákvörðun bæjarstjórnar því í fullu samræmi við óskir félagsins.
Jafnframt hvetur stjórnin deildir félagsins til góðra verka hér eftir sem hingað til. Þar starfar gott fólk og miklir félagsmenn.
Áfram ÍBV
Þór Vilhjálmsson
Guðmunda Bjarnadóttir
Björgvin Eyjólfsson
Katrín Harðardóttir
Örvar Omrí Ólafsson
Jónas Guðbjörn Jónsson
Tags
ÍBV
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.