Jóladagatal Listasafnsins: Dagur 15

15.Desember'21 | 06:34
15. desember

Listaverk dagsins er eftir Benno Georg Ægisson.

Listaverk dagsins er eitt af hinum fögru sköpunarverkum Drottins í kringum Vestmannaeyjar þar sem sjálf Elliðaey blasir við þegar dagtalið er opnað.

Málverkið er annað af tveimur sem safnið á eftir Benno Georg Ægisson. Benno sem réttu nafni heitir Benno Jiri Juza Ægisson, er fæddur í Prag 1945 og fluttist til Vestmannaeyja 1969. Hann hefur á sínum langa ferli verið ótrúlega afkastamikill við að sýna Eyjabúum það besta sem myndlistin hefur uppá að bjóða með því að standa fyrir glæsilegum sýningum sem margir Vestmannaeyingar muna eftir sem og sýnt eigin myndir ýmist sjálfur eða í samstarfi við aðra.

Það er talsvert síðan safnið dró fram handarverk Benno. Nú er glugginn opinn til Benno með þakklæti fyrir áralangt eljuverk hans í þágu kynningar á undraveröld myndlistarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).