Framtíðarsýn ÍBV í íþróttamannvirkjum

15.Desember'21 | 13:28
IMG_1840-001

Íþróttasvæðið við Hástein. Ljósmynd/TMS

Líkt og kom fram í yfirlýsingu aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags í morgun staðfesti félagsfundur sem haldinn var 30. september sl. framtíðarsýn félagsins er varðar skipulagsmál á íþróttasvæðinu við Hástein.

Eyjar.net óskaði eftir að fá að sjá hvernig ÍBV sér fyrir sér framtíðarskipulag svæðisins, en samþykkt voru á félagsfundinum fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi. Þar segir að knattspyrnuhöll skuli stækkuð til vesturs, byggja skuli félagsheimili á 3 hæðum austan við suðurstúkuna á Hásteinsvelli og nýja handknattleikshöll þar sem öll aðstaða verður tengd saman.

Gervigras og flóðlýsing verði lagt á Hásteinsvöll og Týsvöll, ásamt minni völlum suður af Týsvellinum. Týsheimilið verði rifið og deiliskipulag geri ráð fyrir tveggja hæða húsum beggja vegna Hásteinsvallar.

• Fjórir veigamestu þættirnir eru: Félagsheimili við Hásteinsvöll, gervigras á Hásteinsvöll ásamt flóðlýsingu, handknattleikshöll við Hásteinsvöll og stækkun Herjólfshallar.

• Fundurinn leggur áherslu á að áður en forgangsröðunin sem kosið var um á fundinum komi til framkvæmda verði farið í nauðsynlegar breytingar á búningsaðstöðu Íþróttahússins fyrir meistaraflokka handboltans.

• Fundurinn samþykkti eftirfarandi forgangsröð:

  • Gervigras og flóðlýsing við Hásteinsvöll
  • Félagsheimili við Hásteinsvöll
  • Handknattleikshöll við Hásteinsvöll
  • Stækkun Herjólfshallar
  • Þrátt fyrir þessa niðurstöðu leggur fundurinn mikla áherslu á að allir verkþættir verði framkvæmdir sem allra fyrst.

Á teikningunni hér að neðan sést betur hvernig svæðið er skipulagt.

  • Gulur: Íþróttahús.
  • Rauður: Félagsheimili,
  • Blár: Viðbygging Herjólfshallar
  • Grænn: Fasteignir
  • Fjólublár: Viðbygging stúku.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri. (Mynd/ÍBV)

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...